Vinna - spinna

Nei ég vinn ekki við að spinna, heldur við að þjóna! Einhvernveginn leita svoleiðis vinnur mig uppi þessi árinWink Ég er s.s. að vinna sem þjónn á Grand Hotel, sem er eitt flottasta hótelið í Odense!! Fín vinna alveg, svolítið erfið þar sem ég kann ekkert inn á allt þar, og tala ekki málið... en það tala samt allir dönsku við mig og ég má að sjálfsögðu ekki tala annað við gestina, nema þá sem eru enskumælandi. Ég óska þess á hverjum degi að inn detti Íslendingur sem ég get þjónað á íslensku, það mundi gleðja mitt litla hjarta. Annars já er vinnan líka svolítið strembin, mikið að gera þar á allt of stuttum tíma, og allt er millimetra mælt og rauðvínsglösin verða að snúa rétt þegar maður dekkar borð... annars!! Ég veit reyndar ekki alveg hvað gerist annars, en auðvitað er rosalega gaman að fara út að borða þar sem allt er svona fínt svo ég skil þetta alveg. Svo er ég einkennisklædd á hverjum degi, svartar buxur, svartir skór, hvít skyrta, svart vesti og silfur grátt bindi. Ég hef undanfarið verið á morgunvöktum og séð um morgunverðarhlaðborðið, mæti klukkan 6 á morgnana! Hjóla af stað kl. 5.20 til að vera ekki sveitt og illa lyktandi þegar ég þjóna nývöknuðu fólki... eins og Setta frænka sagði er ekkert verra en þaðGrin

Þannig að Helgi er orðin húsfaðir á meðan ég er í vinnu, hann  þarf að koma Hafdísi á fætur, klæða hana og koma henni á leikskólann áður en hann fer í sína aktiveringu. Finn það á mér að hann fái vinnu bráðlegaSmile

Og fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér jólunum (þetta er jú tíminn sem ekkert annað kemst að í huga fólks) þá ætlum við ekki að koma heim um jólin. En okkur finnst rosa gaman að fá jólakortHalo

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt þær sögur að maðurinn sé allveg að brillera í húsföðurshlutverkinu það kemur nú ekkert á óvart enda góður drengur hann Helgi.

kveðja

Jón

Jón Víðisson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 11:39

2 identicon

Gaman að gengur vel, get ímyndað mér að vinnan verði bara skemmtilegri eftir því sem þú kemst betur inn í málið;)

Auðvitað fáið þið flott jólakort, það er búið að mynda drenginn í nokkra daga til að ná réttu myndinni sem getur farið til útlanda sko... Hann er náttlega svo fríður að eftir því er tekið.. bara kalt mat;)

Gerður kemur heim á morgun, allir að bíða eftir því, Jakob var 18 daga gamall þegar hún fór og verður 12 1/2 vikna þegar hún kemur! Váá... Knús á liðið..

Kærlig hilsen, Hrund og álfarnir:*

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband