Átta ára, hjólandi hjálmlausar á þjóveginum!!

Er eiginlega bara eins og sprungin blaðra þessa dagana, vantar pínu fjölskylduna mína heima. En Helgi er klárlega gerður til að vera minn stuðningur því hann stendur sig eins og hetja við að hlusta á tuð og röfl í mér...

Diggi-diggi-diggi... heyrist í þriggja gíra hjólinu mínu þegar ég hjóla á því og þegar ég læt það renna þá heyrist hratt tiggi-tiggi-tiggi... dett eiginlega alltaf í það að hugsa um mig og Steinunni þegar við hjóluðum hýrar á nýju, þriggja gíra Kynast, hjólunum okkar og hlustuðum á gírahljóðið... okkur fannst þetta fallegasta hljóð í heimiLoL Á þessum tryllitækjum hjóluðum við oft inn í Skuggahlíð, hjálmlausar á þjóðveginum og oft án þess að láta vita hvert við værum að fara!! Steinunn í Skuggahlíð hringdi svo út í bæ, eða lét okkur gera það til að láta vita og svo hjóluðum við heim aftur, hjálmlausar á þjóðveginum, og enginn kippti sér upp við þetta!! Í dag hjóla ég með hjálm og finnst ég bara nakin á hjólinu án hans.

Annars er lítið að frétta af okkur hérna, ég bara vinn og vinn þessa dagana þar sem ég vakna rétt fyrir 5 á morgnana er ég farin að sofa á sama tíma og unginn á heimilinu og ekki mikið gert á þessum bæ. Ekki komin mikil jól í okkur, og þetta verður ekkert voða jólalegt hjá okkur þar sem við erum ekki með neitt jólaskraut. Verður líka skrítið að vera ekki heima, heldur bara við ein. Ætlum reyndar að hitta fólk yfir jólin, t.d. Möggu og Pálma, Atla og Þórey og fullt af öðrum þannig við erum nú ekki alveg ein. Hlakka bara pínu til að prófa þetta. Okkur líður alveg bærilega þrátt fyrir aðstæður, finnum góða strauma til okkar frá Íslandi, takk fyrir að hugsa til okkarKissing

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha eða þegar maður vildi sitja í miðjunni í bílnum til að geta staðið milli sætanna! Good times maður, good times;)

heyrumst og biðjum að heilsa:*

hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Vá mér finnst þið svo dugleg.

Fæ samt sting í hjartað eins og ég hef sjálfsagt sagt áður. En svona er alltaf gott í reynslu/mynningar pokann. Vona að þið hafið það rosa gott um jólin. 

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 8.12.2008 kl. 23:09

3 identicon

færðu enga strauma frá Norge??? djö...hljóta að blandast saman við golfstrauminn og sendast norður í smugu. Verð að einbeita mér betur!

 Duglegi vinnuhestur.

Olla í Norge (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:55

4 identicon

Ég tók nú einu sinni hjólið hennar Hrundar sem var keðjulaust B.T.W... lét mig renna niður langa bratta brekku og fattaði ekki fyrr en ég var komin vel á veg að bremsurnar lágu í keðjunni.... ég hrópaði á nágrannastelpu "hjálp...ætlarðu ekki að hjálpa mér..." og hún horfði á mig eins og það væri eitthvað að mér.. við hverju bjóst ég eiginlega, að hún tæki reipið sitt úr skólatöskunni og myndi snara mig eins og kúreki og bjarga mér!  ég klessti náttúrulega á svona stórann gulann timburstaur og flaug með tilheyrandi látum! ég hef verið um 7 ára..alltaf lærir maður á reynslunni og legg ég það í vana minn að gá að keðju áður en ég hoppa á bak!

Ég er sko að hugsa til ykkar og á norfjörð.. sendi á ykkur góða strauma og er með kveikt á kerti fyrir ykkur.

knús á ykkur sterka og flotta fjölskylda.

kveðja Ósk, bóndinn og grísirnir 2

Ósk (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:24

5 identicon

hahaha va hvað ég man eftir þessu,Geðveikt hjól sem við áttum, nákvæmlega eins!! bara goðir tímar og auðvitað var aðalsportið að fara i melabuðina og skrifa á mömmu þina lakkris

Þetta er nú ágætis spotti að hjóla þetta og af hverju varð ég þá ekki mjó!!

æ þetta voru yndislegir timar, langar að vera bara 8 ára aftur og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, nema koma ekki of seint i mat hehehehe

En þið eruð að standa ykkur eins og hetjur, ætla að vera duglegri að commenta hérna, varð bara netlaus í já dágóðan tíma og vá hvað er gaman að fara á netið aftur

Knússsssssss til ykkar

Steinunn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:02

6 identicon

Jæja ég sem hélt að þið hefðuð bara látið skrifa snúð til að hafa í nesti, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, það þýðir ekki héðan af að banna Línu að skrifa hjá ykkur lakkrís en hann hefur örugglega veitt ykkur smá spítt í hjólreiðartúranna.

Þrátt fyrir þetta þá þykir mér ennþá ógurlega vænt um þig Steinunn mín.

og Stella mín knúsaðu Helga og Hafdísi frá mér, ég elska ykkur öll.

Mamma (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband