Þorláksmessa

Jæja, nú er kominn aðfangadagur!!! Það er þó ennþá Þorláksmessa þar sem ég er ekki farin að sofa. Ég var að vinna í morgun þannig að Helgi og Hafdís fóru ein að kaupa jólatré! Hafdís fékk að velja tréið og valdi tré sem við þurftum að saga helminginn af til að koma því fyrir... sagði svo bara "ég valdi litla jólatréið mamma!" Reyndar er tréið lítið innan um stóru 5 metra tréin sem standa í kringum jólatréssölunaLoL Ég fékk þó að fara snemma úr vinnunni og við fórum í bæinn að kaupa jólagjafirnar til okkar. Helgi og Hafdís eru bæði í höfn, fengum öll nýjar flíkur þannig að það fer enginn í jólaköttinn þetta árið, aumingja kötturinn. Hér er ekki mikil stemming í fólki svona daginn fyrir aðfangadag, ekki eins og heima þar sem allar búðir eru opnar til 23, búðirnar hér lokuðu kl. 19 og allt lokað á morgun. Þannig ef ég fatta á morgun að ég á eina jólafjöf eftir, verð ég að gefa eitthvað notað frá mérShocking Þegar bæjarferðinni var lokið fórum við í síldarveislu til Þóreyjar og Atla, þar sem engin skata er í Danmörku fóru þau að borða síld og heita lifrarkæfu á Þorlák. Mjög fínt alveg, Magga og Pálmi voru þar líka svo það var fullt af börnum og svaka stuð. Svo fórum við heim að setja upp jólatréið og skreyta, nú stendur fallega skreytt, bæklað jólatré á miðju stofugólfinu hjá okkur... gott að við eigum ekki mikið af húsgögnum. En þetta er samt sem áður fallegt, okkar jólatré.

Á morgun förum við svo með Þóreyju og Atla og þeirra börnum að kveikja á kertum niðrí bæ. Eitthvað sem skátarnir, sem krakkarnir eru í, eru með. Það verður bara gott fyrir litla spennta jólastelpu að eyða tímanum í eitthvað annað en að bíða eftir jólunum og engin verður jólasundferðin þetta árið. Ég sakna sundlaugarinnar ofur mikið. Svo ætlum við bara að hafa jólin eftir okkar hentisemi. Ég stilli að sjálfsögðu á rás 2 í tölvunni til að hlusta á jólatónlist (sem danirnir eru ekkert að spila alltof mikið af) og jólamessuna kl. 18.

Annars er heimilið okkar orðið frekar jólalegt á að líta, seríurnar þó hafðar í lágmarki. Hamborgarahryggurinn og hangikjötið bíða í eldhúsinu eftir að láta elda sig og allt nammið bíður eftir að láta borða sig. Það verður sko ekkert skilið eftir útundan á þessum bæ.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Gleðileg jól Stella mín til þín og fjölskyldunnar. Gangi ykkur allt í haginn á nýju ári.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.12.2008 kl. 10:44

2 identicon

Gleðileg jól Stella mín til þín og fjölskyldunnar.

Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Gleðileg jól elsku Stella og co.

Takk fyrir fallega jólakortið frá ykkur. þið eruð náttúrulega einstaklega falleg      hjón.

knús frá mér og mínum.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 25.12.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband