Færsluflokkur: Bloggar

Fiskur og lýsi...

Skilgreining; Að liggja eins og haugar = sófaklessur. Má nota orðatiltækið að haugast... hehe... þetta er bara orð yfir letilíf Gunnar minn.. hehe...

Heimsókn foreldra og systur stendur sem hæst, erum búin að labba allan miðbæinn, í kringum hverfið okkar, verslunarmiðstöðina, ætlum í dýragarðinn á morgun og á planinu er Kaupmannahafnarferð á fimmtudaginn. Vonandi verðum við Helgi ekki bundin í einhverri atvinnubótavinnu! Annars fara þau þá bara ein og skemmta sér og heima sitjum við Helgi með barnið og púslum og grenjum!

Við þáðum leikskólaplássið fyrir Hafdísi. Fórum og skoðuðum aftur í dag, gamli karlinn var hvergi nálægt en í staðin kom Helle, leikskólakennari og sagði okkur allt um leikskólann og hvernig leikskólalífið hér gengur fyrir sig.Þegar hún gaf sig að Hafdísi svaraði hún um hæl; "ég tala ekki dönsku"Grin Við þurfum að nesta hana fyrir allan daginn, það er í boði morgunmatur á leikskólanum ef maður mætir fyrir kl. 8, leikskólinn er opinn frá 06.15 - 16.45, það þurfa að vera föt til að vera úti í hvaða veðri sem er því það er farið út á hverjum degi, nema þegar vindar svaka-svaka mikið. Ég er nú bara sátt við þetta. Hún byrjar á mánudaginn og ég verð með henni fyrstu vikuna svona til að vera stuðningspúði og túlkur hahaha... Auðvitað kom öll stórfjölskyldan með til að skoða og það leist bara öllum vel áSmile

Við erum mjög glöð með heimsóknina, og allt dótið sem þau komu með. Fisk til að borða í vetur, hreindýrakjöt og fleirra gúmmelaði til að hafa í kistunni í kreppunni. Einnig komu þau með lýsi til að taka á móti kólnandi veðri, mexíkóska tómatsúpu, mysing og Hunts tómatsósu!! Auðvitað var litur á augabrúnir mínar með í pakkanum... Erum ekki búin að kaupa stofuborð en Kristín Harpa sendi okkur pening til að gera það, lít á það sem afmælis-/jólagjöf. Takk KristínKissing

Erum á fullu í atvinnuleitinni og förum á atvinnumiðlun á morgun til að fá hjálp við að leita, ef ekkert dettur í hendurnar á okkur er sá möguleiki að fá einhverja svona atvinnubótavinnu við að sópa lauf af gangstígum og hjólabrautum og þannig. Vonandi fáum við eitthvað sem fyrst.

Þar til næst...


Mamma Mia!!!

Lágum eins og haugar hér í gær og gláptum á myndina Mamma Mia! Ég verð nú að segja VÁ hvað þetta er æðisleg mynd... Ég á eftir að horfa á hana aftur og aftur, þetta er líka svona mynd sem maður getur verið með í sjónvarpinu án þess að horfa á hanaSmile 

En mamma og pabbi koma svo í kvöld, við fórum og versluðum rúm í gær og erum á leiðinni að sækja það núna. Fórum svo við í kirkjubúðinni til að athuga með auka stóla við matarborðið, enduðum á að fara út með einn hálfgerðan húsbónda/hægindastól og gleymdum eldhússtólunum sem við vorum að fara að athuga meðShocking Ætli við skiptumst ekki bara á að borða við matarborðið...

Hafdís Huld fékk líka pláss á leikskóla í gær!! Við fórum og skoðuðum hann, þar vinnur gamalt fólk - eða kannski ekki gamalt bara miklu eldra en heima þar sem ég er vön! Og af þessu gamla fólki eru 2 menn! Leikskólinn er gamall en finn, útileiksvæðið er risastórt með risakastala, fullt af kofum og aparólu og þar er enging risabrekka.. hehe.. Hann er nálægt okkur, 3 mín að keyra og svona 10 mín að labba. Endanleg ákvörðun verður tekin um þetta á mánudag.

Á miðvikudaginn fer ég svo í viðtal þar sem ég get fengið aðstoð við að finna mér vinnu við mitt hæfi. Helgi fer líklega í svoleiðis viðtal í vikunni líka. S.s. hjólin farin að snúast hjá okkur hér og ekki laust við fiðrildi í maganum og smá spennu í leiðinni.

Þar til næst...


Mamma og pabbi á leiðinni!!

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIРELSKU HJÖRDÍS!!! 

Nú er spenna í loftinu hjá okkur fjölskyldunni á Demantveginum, mamma og pabbi ásamt Önnu Margréti eru í ferjunni á leiðinni. Áætlaður komutími þeirra til okkar er laugardagskvöld. Ég er nú orðin nokkuð spennt að fá þau og allt dótið sem þau eru með. Rúm fyrir Hafdísi, fataskápur og svo allir kassarnir sem við skildum eftir á Íslandi. Þau ætluðu nú bara að senda þá en fengu svo frábært verð í ferjuna að það borgaði sig bara fyrir þau að keyra þetta til okkarGrin Ekki leiðinlegt fyrir okkur. Svo á morgun ætlum við að versla rúm fyrir þau að sofa á og svo sofum við á því þegar þau svo fara aftur... Hafdís hlakkar svo til að fá þau og rúmið, það er nefnilega stórt með stiga og svo á að vera bleik himnasæng yfir því. Hún er sko búin að skoða hana oft í Jysk og ætlar að fá svoleiðis, Helgi er nú ekki alveg á því en auðvitað fær hún hanaWink

Höfum ekki mikið verið að bralla síðustu daga. Anna Sigurborg og Sigga komu hér í heimsókn á mánudaginn með Kristófer og Victor Kára, það var bara gaman að fá þau. Og svo fórum við til Þóreyjar að Atla með Hafdísi svo hún gæti leikið sér við Sigrúnu Sól. Annars erum við búin að vera mjög heimakær og göngum bara um hverfið. Kíktum í dýragarðinn að sjá sebrahestana en sáum enga, þeir eru að bíða eftir að Anna Margrét komi var skíringin hjá Hafdísi. Annars var það sem stóð uppúr dýragarðsferðinni þann daginn að hún sá kött og náði að klappa honum. Þetta var bara venjulegur heimilsköttur sem hafði villst inní garðinn... Það þarf svo lítið til að gleðja lítið hjarta!!

Olla vinkona hjálpaði mér líka að setja upp voipbuster í tölvuna svo ég get núna hringt hvert sem er, en ég bið fólk þó að móðgast ekki við mig þó ég hringi ekkiBlush Ég geri það einn daginn. Talaði þó við Hjördísi afmælisbarn í dag. Það var gaman að heyra í henni, Hafdís talaði líka heillengi við hana og er ekki búin að tala um annað í dag... hehe...

Eins og ástandið er núna fáum við ekki að millifæra neina peninga frá Íslandi til Danmerkur og okkur var ráðlagt að taka peninga úr hraðbönkum. Þegar ég ætlaði svo að gera það át bankinn kortið mitt, sagði að þetta væri vont kort!! Þetta var á föstudegi og búið að loka bankanum þannig ég fékk það ekki til baka, ætlaði svo að hringja á mánudeginum en steingleymdi því í gleðinni að fá stelpurnar í heimsókn. Helgi er þó enn með sitt og við förum bara í aðra hraðbanka en Danske Bank, en það er bankinn sem át kortið.

En þrátt fyrir allt höfum við það bara fínt, höldum fast í krónurnar okkar og lifum sparsamt!

Þar til næst...


Nýtt/gamalt sjónvarp og brullup!!!

Nei Hrafnhildur þetta var ekki nýtt blogg!!

Erum núna heima að hugga okkur í nýja/gamla sófanum að horfa á nýja/gamla sjónvarpið okkar. Við keyptum okkur nebblega fínasta sjónvarp í gær, fórum í Kirkjubúð sem er svona eins og Góði hirðirinn og fundum þar fínasta sjónvarp á 50 kr.!! Það er reyndar ekki svo stórt, kannski 20", og engin fjarstýring en mjög góð mynd í tækinu. Virkar bara eins og nýtt. Eigum pottþétt eftir að fara aftur og aftur inn í þessa búð og kaupa okkur eitthvað notað drasl, þar vinna 3 gamalmenni sem tala og tala og ég skil ekki neitt. Kannski fer ég bara í kaffi þarna og læri hjá þeim...

Vorum annars í fínasta brullupi í dag, brúðhjónin má sjá hér. Borðuðum yfir okkur, eins og við eigum til, og vorum ekki með neinn kvöldmat. En takk fyrir okkur kærlega nýgiftu hjón, njótið hjónalífsins í botn.

Mamma, pabbi og Anna Margrét koma svo næstu helgi að öllu óbreyttu. Hlakka svo til að fá þau. Hafdís ætlar sko með Önnu í dýragarðinn og sýna henni sebrahestana! Hún er með einhverja meinloku því síðast þegar við fórum kíktum við ekki á þessa röndóttu hesta!

Erum annars bara hress og höfum það fínt.

Þar til næst...

 

 


Nýr sófi og Svartir englar!!

Nú sitjum við hjónin eins og klessur í nýja sófanum okkar og vorum að ljúka við að horfa á Svartir englar í tölvunni, þar sem við eigum ekkert sjónvarp. Fínustu þættir, með betra íslenska sjónvarpsefni sem ég hef séð hingað til. En við keyptum okkur s.s. sófa í dag af konu frá Hvíta-Rússlandi sem er að fara flytja aftur heim til sín. Hún ætlar að selja allt dótið sitt, ég nennti ekki að tala við hana og Hafdís var beið líka eftir okkur úti í bíl svo ég lét Helga fara að ganga frá þessu og spyrja hana út í eitthvað af dótinu. Hann kom út með þær upplýsingar að hún ætlaði ekki að selja sjónvarpið og mundi flytja hundinn sinn með sér... hehe... Það var víst það sem honum fannst álitlegast í íbúðinni hennar. Þetta var/er rosa flottur ljós labrador!!

Þannig nú er kominn sófi í stofuna og hægt að hnuðlast í honum þegar maður hefur ekkert að gera og sörfa netið eins og ég er að gera núna. Á morgun er það svo plokkun og litun til Þóreyjar, og komin tími til. Eins gott að mamma gleymi ekki að koma með lit handa mér þegar hún kemur. Hef ekki enn fundið augnabrúnalitinn minn hér og er ekkert viss um að ég finni hann og ekki ætla ég að vera eins og draugur í vetur. Ónei.

Jæja, nú er komið langt fram yfir háttatíma. Farið varlega með eyðsluna á þessum verstu tímum!

Þar til næst...

 

 


Helgi á afmæli í dag!

Helgi á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið litli karlWizard

Við erum þó ekkert með neitt sérstakt á prjónunum, kannski bara að fara að kaupa eitthvað gott í matinn. Erum enn ekki komin með húsgögn, erum að fara að skoða sófa í dag hjá einhverri konu og sjónvarp hjá einhverjum kalli. Gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Erum hætt við að kaupa nýtt þar sem allt er crazy í peningaheiminum og við ætlum bara að fara að leita okkur að notuðum hlutum. Þegar við verðum stór kaupum við nýtt. Ætlum reyndar að kaupa nýtt rúm. Ég vill ekki kaupa eitthvað rúm sem ég veit ekkert hvað er búið er að gera í!

Mamma og pabbi koma svo 18. okt. og ætla að koma með rúm handa Hafdísi með sér, gamla rúmið hennar Önnu Margrétar sem Eyrún Sól er búin að nota undanfarin ár, svo hún fær "nýtt" rúm. Svo skildi stelpan sem var í íbúðinni eftir fullt af allskonar Baby-born dóti sem við verðum bara að þrífa upp þannig að hún fær líka nýtt-gamalt dót.

Helgi fór á sunnudaginn með Atla Frey á fótboltlaleik OB-Brøndby og hafði mjög gaman að. Á meðan vorum við Hafdís hjá Þóreyju og Sigrúnu Sól. Þær léku sér mjög vel saman, þ.e. Hafdís og Sigrún, í 4 klukkutíma. Hafdís verður alveg endurnærð eftir svona leik við krakka á sínum aldri og er enn að tala um hvað var gaman heima hjá stelpunni. Við förum pottþétt þangað aftur að leika og mömmur að slúðra...

Við höfum það semsagt alls ekki slæmt í drottningarveldinu.

Þar til næst...


Flutt!!!

Jæja, komin tími á blogg eða hvað??

Við erum flutt í íbúðina stóru með sérherbergi fyrir Ollu þegar hún kemur í heimsókn og Hrafnhildur á pantaða stofuna! En annars erum við hér með ekkert dót, við höfum 2 eldhúsborð og 4 stóla, svefnsófa sem við eigum ekki og fer frá okkur örugglega á morgun og þá tekur við uppblásna dýnan sem Þóra Elísabet keypti fyrir mig á AkureyriWink Byrjuðum að flytja dótið okkar í íbúðina á miðvikudaginn, Hafdísi fannst það algjört æði. Hún tengir húsið við það að flytja til Danmerkur og þegar við vorum hjá Möggu um kvöldið segir hún "á morgun flytjum við til Danmerkur og þá ætla ég að hætta að vera óþekk...", hún er ekki hætt að vera óþekk, hehehe... Við sváfum fyrstu nóttina okkar aðfaranótt föstudags og skrifuðum undir leigusamninginn á föstudagsmorgun. Pálmi kom til okkar í morgunkaffi til að vera túlkur fyrir græningjana (s.s. okkur) og ég veit nú bara ekki hvernig hefði farið ef hann hefði ekki verið hér, frábært að eiga svona viniGrin Einnig kom Róbert af efrihæðinni og sagði okkur líka svolítið til, ég held að hann verði góður granni. Strax eftir að leigusamningurinn var í höfn brunuðum við í kommúnuna og fengum okkur danskar kennitölur. Þvílík breyting á okkur eftir kennitölurnar, er ekki frá því að danskan hafi aukist um 3% við það...

Á föstudeginum fórum við svo í bæinn til að kaupa eitthvað í búið, ég keypti 3 grindur í Ikea, til að ganga frá fötunum okkar. Þarf að kaupa fleiri. Keyptum okkur þvottavél í dag til að geta þrifið af okkur skítuga leppa, ætlum á morgun að kaupa þvottaefni og þurrkgrind til að geta prufað græjuna, skil ekki í mér að geta gleymt því í dag. Fattaði það kl. 17.30 en þá er búið að loka öllu, finnst reyndar frábært að það loki allt svona snemma á laugardögum, 14-16 í búðum og 17 í matvörubúðum og svo er bara sunnudagsopnun fyrsta sunnudag í mánuði, þannig að fjölskyldan hálfpartinn neyðist til að vera saman. En við ætlum nú samt að nýta okkur sunnudagsopnunina á morgun.

Mamma, pabbi og Anna Margrét koma svo 18. október og ég er orðin frekar spennt að fá dótið mitt sem kemur með þeim og að sjálfsögðu að fá þau til okkar. Hafdís saknar "systur" sinnar og talar mikið um hana á hverjum degi. Hún ætlar sko að fara með hana í dýragarðinn að sjá sebrahestana.

Hér er svo nýja heimilsfangið:

Demantsvej 20 st.

5260 Odense S.

Þar til næst...


Ég keypti árskort!!

Erum búin að hafa það mjög fínt hér í Danaveldi. Búum heima hjá Möggu og Pálma og það er fínt, Hafdís mætti þó vera aðeins betri við Júlíu litlu. Það er erfitt að vera 3ja ára einkabarn sem þarf allt í einu að deila athyglinni, svo gerir hún sér enga grein fyrir hvað hún er mikil brussa eins og þegar á að hjálpa aðeins eða taka upp og svoleiðis athafnir...

Erum annars búin að bralla margt, gistum hjá Halldóru frænku og Anders um daginn. Halldóra bauð okkur í mat og gistingu svo að við gætum spjallað lengi og við spjölluðum sko leeeeengi! Það var frábært, svo var Halldóra í fríi daginn eftir og við eyddum deginum í dýragarðinum með börnin. Við Helgi keyptum okkur árskort, þar sem við ætlum að vera hér voru það bestu kaupin. Hafdís skemmti sér konunglega að hitta Aureliu Rebekku, en hún verður 5 ára í janúar, og Julian Vitus sem verður 2 í janúar.

Fórum yfir á Sjáland í 12 ára afmæli Patreks síðustu helgi, vorum hjá Siggu og Hjalla í 2 nætur og það klikkar ekki að kíkja á þau. Þetta var frábær helgi, á laugardeginum var afmælið, Anna Sigurborg kom auðvitað og það var gaman að hitta hana. Binni Ella kom einnig með sína stráka svo það var bara stuð. Svo fórum við að hitta Hödda, Önnu og stelpurnar þeirra á Kagså.

Nú erum við í heimsókn hjá Guðrúnu Höllu, Gísla Berg og Viktor Berg í Herning. Komum á miðvikudag og Gísli var í fríi á leikskólanum á fimmtudag og föstudag til að vera heima að leika við Hafdísi. Það var alveg það sem hún þurfti og eru þau búin að vera algjörir englar síðan við komum, auðvitað koma smá pústrar en það er eðlilegt hjá 3ja og 4ra ára, eða hvað??

Annars erum við komin með húsnæði!!! Frábæra íbúð, reyndar svolítið stóra en hún rúmar vel 25+, hehe. 108 fm á einni hæð með risa garði og eplatré í rólegu hverfi rétt hjá dýragarðinum, þá koma árskortin sér vel, og ekkert ógurlega langt frá bænum, 15 mín á hjóli. Allavega virðist þetta vera mjög barnvænt og flott. Flytjum inn í næstu viku og það er komin spenna í fjölskylduna.

Þar til næst...

 


Bloggstríð!!!

Er búin að skrifa hér fullt af færslum sem bara vistast ekki inn. Kannski er það að þær séu of langar, of innihaldslausar eða bara of... ég get skrifað nokkrar línur og geri það nú. Okkur líður ljómandi vel.

Þar til næst...


Komin til Danmerkur ;)

Jæja þá erum við komin til Danmerkur, erum í góðu yfirlæti hjá Guðrúnu Höllu í Herning. Hingað var gott að koma eftir 3 sólahringa siglingu með Norrænu. Sjóriðan alveg að fara með okkur og það er eins og það sé að renna af manni eftir 10 bjóra drykkju...

Mamma, pabbi og Anna Margrét fylgdu okkur á Seyðisfjörð og biðu með okkur Hafdísi á meðan Helgi fór með bílinn í ferjuna. Mamma nestaði okkur fyrir ferjuna með afar góðum morgunmat, kippu af Egils-Kristal og svala. Takk mamma, þetta reddaði okkur alvegKissing Það var ekkert sérstakt í sjóinn að Færeyjum en þar fengum við að fara í land í nokkra tíma. Þar sem við vorum næstum búin með nestið sem mamma gaf okkur nestuðum við okkur upp þar, þegar við vorum búin að fá leiðbeiningar frá Ægi um næstu búð!!! Svo fengum við okkur að borða á Café Natúr áður en við fórum aftur um borð. Svo var haldið til Bergen, á leiðinni þangað var viðbjóður í sjóinn en engin sjóveikur af okkur, fyrir utan eina spýju hjá Hafdísi en hún er skrifuð á of mikið nammiátGrin Ferðin til Bergen gekk því hægt fyrir sig og mikil seinkun var á ferjunni og fengum við því ekki að fara þar í land. Svo var það bara Hanstholm næsta stopp og þangað var gott í sjóinn. Þetta var fínt ferðalag, en allt dýrt í Norrænu og það eina sem við borðuðum um borð voru pulsur, snakk og nammi. Það verður gott að fá mat, en Guðrún og Helga mamma hennar ætla að bjóða okkur í lasagna. Mmmmm það verður bara gott.

Svo er það bara Odense á morgun þar sem við ætlum að vera hjá Möggu og Pálma til að byrja með, eða þar til við fáum íbúð.

Þar til næst...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband