Færsluflokkur: Bloggar

Bless-bless

Jæja þá erum við á leið í Norrænu, heyrumst úr Danaveldi næstWink

Þar til næst...


Til hamingju nýbökuðu mömmur

Til hamingju Elín og Ingvar með Sófus Örn sem fæddist 14 merkur og 52 cm þann 29. ágúst og Hrund mágkona og Emil með litla gaur sem fæddist í morgun 18 merkur og 55,5 cm. Elín að eignast sitt þriðja barn og Hrund með sitt fyrsta.  Alltaf gaman þegar aðrir eignast börn, get ekki sagt að það klingi neitt sérstaklega þegar mömmurnar lýsa fáránlegum verkjum og erfiðum fæðingum en ég get verið sammála þeim í því að þetta borgar sig og gleymist fljótt...

Til hamingju Setta frænka með afmælið, 50 ára unglingur sem heldur upp á afmælið í Karabíska hafinu, ekki amalegt það. Er viss um að hún hafi verið viss um að hitta Johnny Depp því hann var í Pirates of the Caribbean og Kim hefur ekkert verið að leiðrétta það því hann hefur langað mikið þangað til að taka myndirWhistling

Flutningar ganga vel og við búum heima hjá mömmu og pabba með allt okkar dót!!! Gengum frá íbúðinni í gær og krakkarnir sem ætla að leigja hjá okkur fóru inn samdægurs. Fengum að skilja innbúið eftir s.s. sófann, sjónvarpið, hillusamstæðuna, eldhúsborð og stóla svo eitthvað sé nefnt. Það var mikill léttir fyrir okkur og pabba sem sá fram á að komast ekki inn í bílskúrinn sinn á komandi vetri. Það eru 6 dagar í Norrænu og svo flytjum við inn á Möggu og Pálma í Óðinsvé þar sem ekkert bólar á íbúðFrown

En Hrafnhildur klukkaði mig um daginn og ég ætla hér að láta verða af því,

Fjögur störf sem ég hef unnið við:

Sundlaug Neskaupstaðar - sundlaugarvörður

Fjarðabyggð - flokkstjóri, blómah**a og skjalaflokkari

Baugur Aðföng - afgreiðslustjóri bretta á vörulager (formlegt heiti)

Egilsbúð - þjónn, skúra, pizzabakari og sendill, barþjónn...

Fjórar bíómyndir sem ég hef horft oft á:

Billy Madison - Bara snilld, elska Adam Sandler

The last boy scout - kunni myndina gjörsamlega utan að

Kötturinn með höttinn - horfi oft á hana með afsprenginu og hlæ mikið, Mike Meyers er bara snillingur í þessu gerfi

Comando - Shwarznegger mynd, hægt að horfa á aftur og aftur og aftur

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Þiljuvellir - Neskaupstað

Stórholt - Reykjavík

Vesturberg - Reykjavík

Lísuberg - Þorlákshöfn 

Fjórir sjóvarpsþættir sem ég horfi á:

Sex and the city

CSI - allar gerðir

Húsmæðurnar aðþrengdu

Klovn

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Híbýli vindanna - hef lesið hana 3svar

Sjálfstætt fólk - 2svar

annars eru það bara barnabækur sem ég hef lesið oft, eyði frekar tímanum í krossgátur og sudoku heldur en að lesa

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Strandirnar

Tenerife

Costa del Sol

Neskaupstaður

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

Mbl

Google

Leikjanet og land 

Facebook

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Svið - ég elska þau

Lambalæri - mmmm... það bara getur eiginlega ekki klikkað

Kjúklingur - allskonar finnst kjúllinn bara góður eiginlega á allan hátt

Rauðvínssúpan - Biggi kokkur trúir ekki enn að mamma geri súpu úr rauðvíni!!!

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Elma Guðmunds - það verður gaman að sjá

Steinunn Salóme - þarf hvort eð er að fara blogga eitthvað

Berglind Ýr - ertu að lesa síðuna mína?

Helga Ingibjörg - hafðu gaman afWink

 

þar til næst...

 


Það er allt að verða vitlaust...

... og allt úr skorðum fer, afi er orðin amma mín og jól í október!!!

Get nú ekki gert að því en ég glotti út í annað þegar ég las að Valgeir Guðjónsson verður veislustjóri á þeirri miklu þjóðhátíð sem haldin verður silfurdrengjunum til heiðurs. Ég væri nú alveg til í að vera einn maurinn sem horfir úr fjarska á þessa athöfn og fagna öllum ólympíuförunum því öll stóðu þau sig með sóma. Ég fylgist með þessu í sjónvarpinu, þó svo að veðrið sé svona fínt!!!

Við fengum ekki íbúðina á kolleginu og þar með erum við komin á reit eitt aftur, eða má ég segja reit mínus eitt þar sem við eigum ekki einu sinni bíl. Fall er fararheill, er samt alveg að fá mig fullsadda af þessum Pollýönnuleik og er við það að springaAngry En það eru 2 vikur í brottför og margt getur gerst á 2 vikum. Krossum puttana fyrir því.

Þar til næst...


mbl.is Eldri hetjur syngja fyrir þær nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fálkaorðan og verðlaunalaus þjálfari!!

Mér líst ljómandi vel á ákvörðun forseta að sæma allt handboltaliðið fálkaorðunni. Þrír aðrir Íslendingar hafa fengið verðlaun á ólympíleikum og hafa þau öll hlotið fálkaorðuna fyrir. Og alls ekki má gleyma Guðmundi þjálfara liðsins, hann á alveg helling í þessu silfri þó hann hafi ekki fengið neitt úti í Peking. Sérstakt að verðlauna ekki þjálfara með liðinu en varamenn fá verðlaun þótt þeir hafi ekki einu sinni farið inná. Skil þetta ekki alveg.

Það er ekkert að frétta af íbúðinni á kolleginu, ætla að redda einhverjum til að hringja á skrifstofuna í dag því ég treysti mér ekki til að gera það sjálf. Við erum bíllaus í augnablikinu þar sem tryggingarnar keyptu bílinn í gær, Hafdís segir að þar sem við eigum engan bíl verðum við bara að vera alltaf með afabíl í láni, afanum leist ekki jafnvel á það!! En það kom betra út að selja bílinn og kaupa okkur nýjan á góðu verði og þar sem mágur minn er bílasali, jú og systir mín líka, geta þau fundið fyrir okkur flottan bíl á flottu verði. Helgi er að vinna í álverinu eitthvað þessa viku og kannski næstu, okkur veitir víst ekki af peningunum. Ég er að vinna í því að koma okkur af stað. Við þurfum að vera farin út og búin að þrífa fyrir 1. september. Ég er nú komin langleiðina.

Þar til næst...


Tveggja vikna grenjutímabili lokið!!

Jæja þá er búið að slíta ólympíuleikunum, og ég búin á því eftir þessa törn. Búin að vaka yfir þessu dag og nótt.  Hef sagt frá því áður að það sem hrífur mig til að grenja yfir sjónvarpi eru afreksfólk í íþróttum og horfa á þau stolt horfa á fánann sinn dreginn að húni þegar þau taka við verðlaunum, (snökt-snökt) vá.

Ég vaknaði snemma í morgun til að hvetja handboltastrákana áfram með straumum frá íslandi, eitthvað rötuðu þeir ekki réttu leiðina. Ég er þó ekki svekkt með úrslitin, alls ekki, bara nokkuð sátt með drengina og háháhágrét þegar peningurinn var hengdur um háls þeirra og við horfðum á fánann okkar rísa upp. Oh ég var svo stolt, síðast fann ég svona stolt þegar Vala Flosa fékk bronsið. Ég elska íþróttir og allar þær blendnu tilfinningar sem þeim fylgja.

Annars er ég búin að leigja íbúðina mína, og nú vantar bara leigjenda á neðri hæðina. Endilega bendið heimilislausa parinu sem þið þekkið á að tala við okkur og við leigjum þeim á mjög sanngjörnu verði.

Hafið það gott, þar til næst...


mbl.is Ólympíuleikunum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

Nú ættu allir Íslendingar að dusta af þjóðsöngnum sínum og syngja hátt og snjallt með þegar strákarnir fá gullið um hálsinn og horfa á íslenska fánann dreginn að húni í miðju þriggja fána.

Hvað eru ólympíuleikarnir gamlir? Þetta er í fyrsta skipti sem þjóð undir milljón manns kemst í úrslit í hópaíþrótt. Þetta gerir mann ennþá stoltari af þessum strákum og af því að vera Íslendingur. Við hér í "kirkjugarðinum" ætlum að gera eins og forsetinn mælist til og ætlum að halda þjóðhátíð. Það verður vaknað snemma til að vera fullfrískur þegar leikurinn byrjar, þeir sem vilja félagsskap með leiknum eru velkomnir til okkar. Verðum pottþétt komin á fætur kl. 07.03 til að senda góða strauma til Kína.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.,
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

Þar til næst...


mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátandi frú í garðinum við kirkjuna

YES-YES-YES!!!!

Þetta er komið, úrslitaleikurinn eftir 2 daga þar sem við, Íslendingar, eigum möguleika á gullinu. Erum allavega pottþétt á palli Grin Ég er óheppin að hafa eyru því annars mundi ég brosa allan hringinn. Dóttir mín situr á gólfinu og segir, mamma afhverju ertu að gráta? ertu bara glöð? Því hér sit ég og græt og hlæ... Bara geggjun og tilfinningin sem ég get ekki líst brýst um í mér og ég er við það að springa

ÁFRAM ÍSLAND

Þar til næst...


Allt að verða vitlaust í "kirkjugarðinum"

Omg, hér er allt að verða vitlaust í garðinum við kirkjunaGasp Sitjum í sitthvorum sófanum og hvetjum liðið áfram og skömmumst þegar þeir eru ekki að gera rétt, með gæsahúð út um allt, og Hafdís svarar okkur að hún sé bara ekki að gera neitt... Kannski er það ekkert fyrir 3ja ára börn að horfa á svona spennu?!

Nú er hálfleikur, staðan 17:15, við verðum að merja þetta.

Þar til næst...


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar bræða hjörtu allsstaðar!!!

Einhverra hluta vegna þykir mjög sérstakt að vera frá Íslandi, en það er gaman að íslenska liðið fái svona mikla umfjöllun. Þetta spillir vonandi ekki fyrir þeim strákunum eða setji of mikla pressu á þá, "strákana okkar"Grin En ég man mjög vel eftir, eins og Róbert, þegar Ísland spilaði síðast til verðlauna á Ól. Ég er ekki í liðinu en ég er samt MJÖG stolt af drengjunum sem mér finnst ég tengjast einhverjum ósýnilegum böndum þessa dagana... skrítin tilfinning en ef ég mundi mæta þeim á vappi mundi ég eflaust heilsa og spyrja um heilsuna eða eitthvað þannig. Erfitt að útskýra þessa tilfinningu.

En annars er ekkert meira að frétta af Danmerkurferðinni. Ég er reyndar búin að senda bréf og þakka boðið um íbúðina á Rasmus Rask kolleginu, heyrði því fleygt um daginn að það væri kallað Rasums Rask í rassgati þar sem það er eitthvað útúr og alls ekki nálægt miðbæ Odense, en sfw?! Bíðum bara eftir staðfestingunni um að þetta sé pottþétt. Fáum vonandi svo vonandi fréttir af bílnum á morgun þ.e. hvort tryggingarnar kaupi hann eða hvort hann fari í viðgerð. Svo er bara nýr tími á brottför 10. sept. 

Já og símtalið sem ég missti af... það var verið að bjóða mér að byrja 1. sept í skólanum, ég afþakkaði pent boðið. Þar til næst...


mbl.is Jia-you Is-land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill vera skítugur?

Kannski á hann ekki bað heima hjá sér og var að fara á hot deit eftir vinnu!!
mbl.is Baðaði sig í vaskinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband