Tveggja vikna grenjutímabili lokið!!

Jæja þá er búið að slíta ólympíuleikunum, og ég búin á því eftir þessa törn. Búin að vaka yfir þessu dag og nótt.  Hef sagt frá því áður að það sem hrífur mig til að grenja yfir sjónvarpi eru afreksfólk í íþróttum og horfa á þau stolt horfa á fánann sinn dreginn að húni þegar þau taka við verðlaunum, (snökt-snökt) vá.

Ég vaknaði snemma í morgun til að hvetja handboltastrákana áfram með straumum frá íslandi, eitthvað rötuðu þeir ekki réttu leiðina. Ég er þó ekki svekkt með úrslitin, alls ekki, bara nokkuð sátt með drengina og háháhágrét þegar peningurinn var hengdur um háls þeirra og við horfðum á fánann okkar rísa upp. Oh ég var svo stolt, síðast fann ég svona stolt þegar Vala Flosa fékk bronsið. Ég elska íþróttir og allar þær blendnu tilfinningar sem þeim fylgja.

Annars er ég búin að leigja íbúðina mína, og nú vantar bara leigjenda á neðri hæðina. Endilega bendið heimilislausa parinu sem þið þekkið á að tala við okkur og við leigjum þeim á mjög sanngjörnu verði.

Hafið það gott, þar til næst...


mbl.is Ólympíuleikunum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband