Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2008 | 12:21
Vinna-vinna-vinna!!!
Það er búið að vera hugguleg vika hér hjá okkur í Danaveldi. Reyndar ekkert mikið um að vera hér, fórum síðust helgi í dýragarðinn réttara sagt á sunnudeginum. Það viðraði vel á Odense og ég klæddi fjölskylduna í sunnudagsföt, smurði nesti og við héldum af stað. Vorum ekki búin að vera í dýragarðinum þegar það kom HELLI-demba... Ég í lopavesti og ekki með neitt yfir mig, Helgi og Hafdís voru þó í úlpum... hehe... en við borðuðum nestið okkar bara heima og dýragarðsferðin var ekki löng.
Ég er líka þessa vikuna búin að vera í garðavinnunni með Helga. Það er bara búið að vera fínt, eyðum bara meiri tíma saman fyrir vikið. En það lítur út fyrir að ég sé búin að fá vinnu eitthvað fram í desember á hóteli niðrí bæ Er allavega skrifuð á 12 morgunvaktir þar!! Vaktirnar eru frá 6-14 og 7-15, þetta er fínn vinnutími finnst mér. Þá á maður allan daginn eftir þegar vinnan er búin. Byrja reyndar á kvöldvakt á mánudaginn kl. 17-?! Þarf bara að standa mig þá til að mega mæta aftur .. Held nú að það verði ekki vandræði með vinnuna sjálfa en kannski dönskuna! Er bæði spennt og kvíðin fyrir að byrja, en hugsa að þetta verði bara gaman.
Hafdís verður alltaf sáttari og sáttari við leikskólann með hverri vikunni. Farin að tjá sig meira og blanda sér meira í leikinn, en matarlistina vantar. Hún kemur alltaf heim með sama nestið og ég sendi hana með á morgnana. Ég get nú ekki annað sagt en að ég sakni leikskólans heima smá, sem gefur litlum börnum heitan mat í hádeginu.
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2008 | 19:23
Huggulegur dagur í dag!
Erum búin að eiga frekar huggulegan dag í dag. Magga og Pálmi komu til okkar, ég bakaði lummur og við hauguðumst í sófanum í langan tíma...
Ég kláraði jobsøgningskursusinn núna fyrir helgi og við tekur atvinnubótavinnan með Helga. Við förum s.s. saman í vinnuna á mánudaginn Held að það verði bara gaman að eyða smá tíma saman í vinnunni þar sem við bara hittumst eitthvað svo lítið þessa dagana...!! Hahaha... held reyndar að við höfum bara aldrei verið svona mikið saman! Sótti um vinnu í gær á dótalager, veit ekki hvort ég eigi eftir að fá svar við því þar sem Daninn er ekkert svo svaka duglegur við að svara fólki ef það fær ekki vinnuna, en ég krossa fingur og óska heitt að fá þessa vinnu.
Leikskólinn gengur vel hjá Hafdísi, sem er nú farin að tjá sig aðeins á leikskólanum. Reyndar er hún farin að segja nokkur orð í dönsku! Hún sat á klósettinu um daginn og kallar svo á pabba sinn "jeg er færdig..." Svo er hún líka farin að telja á dönsku, tölustafirnir koma ekkert endilega í réttri röð en svona allt að því. Leikskólakonurnar segja að hún sé líka farin að apa eftir þeim það sem þær segja. Hún er voða montin af þessari dönskukunnáttu sinni.
Ég er samt voða fegin að í dag er laugardagur því þá er sunnudagurinn eftir, elska sunnudaga þegar ég hef ekki verið að drekka gerjaða drykki kvöldið áður
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2008 | 10:04
Frændur okkar Danir!
Ja hérna hér... ég var búin að blogga um þessa frétt, ferlega sár og óánægð með Dani sem ég hef sjálf ekki lent í fyrir utan einn bitran, atvinnulausan karl. En þeir eru til út um allt og ekki hægt að segja að allir Danir séu svoleiðis út frá einum... Er ekki mikið fyrir að alhæfa heila þjóð út frá fáum einstaklingum. En núna er ég búin að lesa dönsku fréttina líka og lesið einnig kommentið frá námsmanni sem býr við fjörðinn hjá mér.
Ég hef reyndar ekki mikið fundið fyrir reiði í okkar garð fyrir utan einn bitran Dana sem þurfti að hrauna yfir mig að við Íslendingar væru til Danmerkur komnir til að taka bestu bitana á atvinnumarkaðnum, setjast upp á ríkið og ég veit ekki hvað... annar Dani tók upp minn hanska á móti þessum bitra, þegar sá bitri var búin að ausa úr skálum reiðar sinnar yfri mér á meðan ég sat og hlustaði róleg, bauð ég honum bara að eiga góðan dag það sem eftir væri af honum! Og þegar hann var farinn lét hinn mig vita að það væru nú ekki allir sem hugsuðu svona, og við værum meira en velkomin hingað af hans hálfu og þeirra sem hann þekkti.
Halda Danir samt áfram að vera frændur okkar og fá 12 stig í júróvisjón!?!
Þar til næst...
Danir vildu ekki bjarga Íslendingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2008 | 08:31
Sumum finnst rigningin góð!
Í dag er rigning og þá er Helgi ekki í vinnu, ég fór ekki heldur á jobsøgningkursusinn í dag. Er með höfuðverk og ákvað bara að vera heima með Helga. Hann var ekki heldur að vinna í gær vegna rigningar. Held að þetta geri fólk bara latt, á hverjum degi óskar hann rigningar og stígur regndans á götunum... Hafdís dansar með honum því eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er að hoppa í polla, í morgun fór hún rennandi blaut á leikskólan eftir svona pollahoppadans.
Hún er eitthvað að verða lítil í sér þarna á leikskólanum og er farin að láta í sér heyra þegar ég fer frá henni, en það er víst ekki lengi að sögn leikskólakvennana sem þar eru. Æ það er samt alltaf leiðinlegt að fara frá orminum sínum grenjandi!! Svo borðar hún heldur ekki svaka mikið á leikskólanum. Kannski er það að ég er ekki með nógu girnilegt nesti handa henni. Já nesti, úffpúff hvað mér finnst það miður skemmtilegt að gera fyrir hana nesti á hverjum degi. Ég þarf s.s. að nesta hana fyrir allan daginn. Morgunhressing (sem reyndar er ávöxtur), hádegismatur og miðdegishressing. Þetta á allt að vera hollt og gott. Ég bara er að verða uppiskroppa með hugmyndir, svo er heldur ekkert sérlega uppörvandi þegar hún kemur alltaf með næstum jafnfullt matarbox og hún fór með!!
Fórum í afmæli til Victors Kára hennar Siggu um helgina. Helgi var reyndar heima og við Hafdís fórum með Halldóru frænku og hennar börnum. Það er alltaf jafn gaman að koma til Siggu og þar leiðist börnum sko ekki. Risastór garður að leika í, risa kanínubúr í garðinum og 2 kettir til að elta út um allt... hvað er betra en það þegar maður er 3ja?! Vorum samt ekki hjá henni frameftir, fórum heim fyrir kvöldmat. Þegar ég kom heim var Helgi byrjaður að brasa hvítlaukssteikta lifur! Mmmm það var sko góður matur:) Það er s.s. hægt að elda lifur á marga máta heldur en bara brúna sósan með gulrótunum í.. híhíhí..
Langar líka aðeins að minnast á snilldina sem Facebook er... er búin að "hitta" svo marga gamla vini sem ég hef ekki talað við lengi. Svona á heimurinn eftir að tengjast allur!
Þar til næst...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 13:51
Íslendingar á tónleikum með Madonnu í LA!!
Skil nú ekkert í fréttamönnum Mbl að kynna sér ekki betur gesti tónleikana. Því þeirra á meðal voru Gerður Guðmundsdóttir og Urður Anna
Britney og Madonna saman á sviðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 19:34
Dæja skýst með okkur um Odense
Höfum það fínt í dag. Fjárfestum í fínasta hjóli í gær 28" konuhjóli, ljósbrúnt með stórri körfu framan á, og heitir Dæja. Þar sem ég er á Jobsøgningskursus þessa vikuna niðrí miðbæ og á að mæta kl. 8.30 og Helgi í atvinnubótavinnunni hér rétt hjá og á að mæta kl. 8.00 fór hann á hjólinu þennan fyrsta dag sem það er í okkar eigu. Um jómfrúarferðina má lesa hér.
Hafdís reyndi aftur að fara af leikskólanum í dag, það var til að sækja aðra leikskólakonu. Hún er ekki alveg að tengjast Anders, gamla karlinum, og hann var akkúrat með hana í dag. Hann var líka frekar fúll og lét mig sko vita það að ég þyrfti að tala hana til og segja henni að þetta væri bannað!!
Annars eigum við líka mjög góðan nágranna, Róbert. Hann er sko búin að láta okkur vita það að í Danmörku passa þeir sína... hehe.. Hann kíkti hér í kaffi í dag til að tala um internetið, og var eitthvað að spyrja okkur út í sjónvarpið, þ.e. stöðvapakkann, hvort við horfðum mikið á það. Nei, það getum við ekki sagt því að við værum ekki með fjarstýringu af 50 kr. sjónvarpinu sem við keyptum í Kirkens, og gætum því ekki installað stöðvarnar. Værum þó alltaf á leiðinni að kaupa fjarstýringu, værum bara ekki búin að koma okkur í það. Þetta fannst honum nú ekki hægt og nú erum við komin með 32" Philips sjónvarp með fjarstýringu og 54 stöðvar, og danskan barnatíma Strákarnir hans nota sjónvarpið aðrahverja helgi fyrir leikjatölvu, hann tók bara okkar litla sjónvarp í það! Við erum þó bara með tækið í láni, en er á meðan er.
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2008 | 19:13
Af okkur þessa vikuna
Leikskólinn hjá dömunni gengur bara vel, hún borðar reyndar ekkert á leikskólanum, allt of mikið um að vera hjá henni til þess. Hún þegir líka bara, ein fóstran sagði reyndar að hún hafi eitthvað verið að tjá sig í dag en bara á íslensku og þær skyldu bara ekkert sem hún var að segja. Kannski var það eitthvað ofurmerkilegt sem ég bara fæ aldrei að vita!! Hún virðist þó skilja það sem sagt er við hana, allavega svona tilganginn. Svo kemur hún bara heim og klagar ef eitthvað var henni í óhag. Þannig að hún kemur heim sársoltin bæði af mat og tali og samkjaftar á meðan hún treður í sig einhverju kruðeríi eða nestinu sem hún hefði átt að borða yfir daginn á leikskólanum.
Ég er þessa viku og næstu á jobsøgningkursus í boði kommúnunnar, þar sit ég í skólastofu og hlusta á blablabla... nei, ekki alveg skil allavega þriðjung ef ekki helming. Er meira að segja að koma sjálfri mér á óvart hvað ég skil mikið sem ég les. Kannski Eiríkur Karlsson hafi staðið sig ofurvel eftir alltsaman Helgi er í garðavinnunni og yfirleitt búin um hádegi, ljúft fyrir hann. Nú liggur hann á sófanum við hlið mér og hrýtur eftir að hafa borðað yfir sig af kjötbollum... hehe...
Vorum í afmæli hjá Gísla Berg í gær. Gaurinn orðinn 4 ára, og keyrðum svo södd, eftir kökuátið, heim frá Herning. Takk kærlega fyrir okkur Guðrún Halla Næsta helgi er það svo 3 ára afmæli Victors Kára í Vigersted.. úff ég er strax farin að kvíða fyrir að borða yfir mig þar af ljúffengum veitingum! Nei, ég get ekki passað mig og kemur ekki til greina að ég neiti mér um eitthvað lostæti!!
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 19:12
Leikskólastelpan!
Jæja þá er Hafdís næstum orðin leikskólabarn á ný! Erum þó ennþá í smá aðlögun þar sem ég er á símavaktinni og hún er ekki fullan dag á leikskólanum. Í gær skildi ég hana eftir eina í fyrsta skipti, var í burtu í klukkutíma og af þeim tíma grét hún í hálfan, reyndi að strjúka af leikskólanum og sagði fóstrunum að hún væri á leiðinni heim hún rataði sko alveg. Að sjálfsögðu skildu þær hana alls ekki og hún fékk því ekki fararleyfi Gaman að þessum börnum þegar þau eru farin að klaga og geta klagað heilu samræðurnar. Svo í dag var hún ein frá 9.30-13.30, það gekk nú bara bærilega í dag, hún smakkaði reyndar ekki á nestinu sínu og var alveg glorsoltin þegar við sóttum hana, en það á bara eftir að koma. Hún er ekkert svaka mikið að blanda geði við hina krakkana, frekar svona alein að leika innan um hina. En ég verð bara að bíta á jaxlinn, hún getur þetta...
Ég sótti um vinnu á hóteli niðrí bæ í gær, og fékk vinnu á jólahlaðborðum síðustu helgina í nóvember og 2 fyrstu í desember. Það er bara fínt að fá svona aukavinnu, get kannski haldið í hana með skólanum í vor. Ég verð nú samt að segja að ég vonaðist eftir meiri vinnu en þetta, en eitthvað er betra en ekkert.
Erum að fara til Herning um helgina í afmæli til Gísla Bergs. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort við sofum eða förum bara snemma á sunnudagsmorgninum, fer eftir veðurspánni held ég bara svo helgina eftir það á Victor Kári hennar Siggu afmæli og þá förum við til Vigersted í afmæli, nóg að gera hjá okkur á þvælingi.. hehe..
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2008 | 19:53
Södd og sæl :)
Héldum upp á afmæli Hafdísar í gær, þá var það þriðja afmælisveislan hennar... Ein heima á Íslandi áður en við héldum til DK, ein með ömmunni og afanum og svo fyrir það fólk sem við þekkjum hér nálægt. Þetta var heljarins partý og mikið borðað, afmælisbarnið var í essinu sínu hér og sofnaði svo sæl með allar gjafirnar í kringum sig löngu fyrir hefðbundinn háttatíma
Við fórum svo í leikskólann í morgun, mamman miklu hræddari og spenntari en krakkinn. Hafdís er nú ekkert mikið að blanda geði við hina krakkana en leikur sér samt við hliðina á þeim. Hlustar líka á Helle leikskólakennara en segir svo bara, "mamma hvað var hún að segja?", hehe.. Held samt að hún verði ekki lengi að læra þetta. Ég verð með henni á leikskólanum út þessa viku og sé svo til með framhaldið. Ég læri smá dönsku af þessu líka
Mamma og pabbi eru veðurteppt í Færeyjum í 2 daga! Hann fékk að taka bílinn sinn úr ferjunni til að skoða sig um... Þannig að þau eru í Færeyjum nú.
Liggjum nú á blístri í sófanum eftir að hafa borðað yfir okkur af soðinni ýsu, það er nú ekki það að ég hafi alltaf verið dugleg að borða fisk. Hafði alveg fullan aðgang að honum heima á Íslandi en eldaði hann afar sjaldan. En nú er þetta alveg fyrir framan mig, þarf ekki að fara niður að sækja eða uppeftir til mömmu, bara að teygja mig í frystihólfið og voila!! Ég á eftir að hafa fisk 2svar í viku. Þetta er góð fæða og þar að auki sparnaður þar sem þetta er til Höfum það bara fínt, svolítið tómlegt eftir að mamma, pabbi og Anna Margrét fóru en erum að venjast því.
Þar til næst...
Bloggar | Breytt 28.10.2008 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2008 | 16:59
Hafdís afmælisbarn
Afmælisbarn dagsins er Hafdís Huld, 3ja ára skvísa!!
Æðislegt að hafa mömmu og pabba hér á afmælinu hennar. Ég bakaði skonsur og vöfflur í morgun og það var í morgunmatinn, vöfflur með súkkulaði og rjóma Svo fórum ég, mamma og Anna Margrét í bæinn að kaupa gjafir fyrir Hafdísi. Komum heim með fulla pinkla af miklu meira en gjöfum fyrir hana, mamma kláraði nærri jólagjafirnar og ég get sent nokkrar heim með henni. En afmælisjöfin hennar Hafdísar sló algjörlega í gegn, Baby-Born dúkka. Það var svo gaman að sjá hvað hún var glöð þegar hún opnaði pakkann. Svo fékk hún vöggu fyrir dúkkuna frá Skúla Þór, Eyrúnu Sól og Sófusi Erni, núna sefur dúkkan sem heitir Besta dúkkan í heimi upp í geim, í vöggunni sem er besta vagga í heimi upp í geim
En við erum nú aldeilis búin að hafa það gott með mömmu, pabba og Önnu Margréti. Fórum í hraðtúristaferð til Kaupmannahafnar í gær. Hlupum Strikið og keyrðum svo um borgina í Sight-seen ferð sem Binni Ella reddaði okkur. Þannig að þau sáu svona það helsta sem er í miðborg Köben. Hafmeyjuna, Hallirnar, Nyhavn og allt hitt sem að innifalið er að sjá í þessari ferð er. Þegar bus-ferðinni var lokið var komin time á bílinn í stæðinu þannig við sögðum þetta gott af Kaupmannahöfn í þessari ferð og héldum til Siggu og Hjalla, borðuðum með þeim dýrindis mat og fórum svo södd, sæl og þreytt heim.
Þau fara svo frá okkur í nótt, það verður erftitt að kveðja en við ætlum bara að láta okkur hlakka til að fá þau aftur. Og til þess að þau komi aftur verða þau að fara!! Til að dreyfa athygli okkar ætlar Guðrún Halla að koma með strákana í fyrramálið og vera helgina, það verður nú bara gaman. En þau eru líka að koma í afmælið hennar Hafdísar sem verður á sunnudaginn kl. 14.
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)