Sumum finnst rigningin góð!

Í dag er rigning og þá er Helgi ekki í vinnu, ég fór ekki heldur á jobsøgningkursusinn í dag. Er með höfuðverk og ákvað bara að vera heima með Helga. Hann var ekki heldur að vinna í gær vegna rigningar. Held að þetta geri fólk bara latt, á hverjum degi óskar hann rigningar og stígur regndans á götunum... Hafdís dansar með honum því eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er að hoppa í polla, í morgun fór hún rennandi blaut á leikskólan eftir svona pollahoppadans.

Hún er eitthvað að verða lítil í sér þarna á leikskólanum og er farin að láta í sér heyra þegar ég fer frá henni, en það er víst ekki lengi að sögn leikskólakvennana sem þar eru. Æ það er samt alltaf leiðinlegt að fara frá orminum sínum grenjandi!! Svo borðar hún heldur ekki svaka mikið á leikskólanum. Kannski er það að ég er ekki með nógu girnilegt nesti handa henni. Já nesti, úffpúff hvað mér finnst það miður skemmtilegt að gera fyrir hana nesti á hverjum degi. Ég þarf s.s. að nesta hana fyrir allan daginn. Morgunhressing (sem reyndar er ávöxtur), hádegismatur og miðdegishressing. Þetta á allt að vera hollt og gott. Ég bara er að verða uppiskroppa með hugmyndir, svo er heldur ekkert sérlega uppörvandi þegar hún kemur alltaf með næstum jafnfullt matarbox og hún fór með!!

Fórum í afmæli til Victors Kára hennar Siggu um helgina. Helgi var reyndar heima og við Hafdís fórum með Halldóru frænku og hennar börnum. Það er alltaf jafn gaman að koma til Siggu og þar leiðist börnum sko ekki. Risastór garður að leika í, risa kanínubúr í garðinum og 2 kettir til að elta út um allt... hvað er betra en það þegar maður er 3ja?! Vorum samt ekki hjá henni frameftir, fórum heim fyrir kvöldmat. Þegar ég kom heim var Helgi byrjaður að brasa hvítlaukssteikta lifur! Mmmm það var sko góður matur:) Það er s.s. hægt að elda lifur á marga máta heldur en bara brúna sósan með gulrótunum í.. híhíhí..

Langar líka aðeins að minnast á snilldina sem Facebook er... er búin að "hitta" svo marga gamla vini sem ég hef ekki talað við lengi. Svona á heimurinn eftir að tengjast allur!

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

húgasjaga húgasjaga!!  megi rigna þangað til ég fæ alvöru vinnu og þannig get ég verið að leita í friði.

Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:01

2 identicon

Langaði bara að kasta knúsi á þig mín kæra vinkona

Rósa dögg (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Ég skil vel að það sé ekki spennandi að þurfa að hugsa fyrir nesti sem að er síðan ekki borðað;( En þetta kemur hjá skvísuni. Hún er hörð af sér hún Hafdís.                  Vonandi rignir eitthvað áfram svo að Helgi fái nú frið til að leita af annari vinnu he he.

knús og kossar á ykkur kæru vinir.

ps hér er sko allt orðið hvítt. mjög jólalegt.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband