Færsluflokkur: Bloggar

Eins og allir hinir

Sumir dagar eru ekkert betri en aðrir, sumir dagar eru frábærir og sumir dagar eru bara eins og allir hinir dagarnir. Þessi dagur var einn af þeim sem var eins og allir hinir. Vaknaði fór með Hafdísi á leikskólann, lét mitt af mörkum í heilbrigði íslendinga (á heildina litið) og hjólaði inn í Skuggahlíð sem eru b.t.w. 16,2 km. heiman frá mömmu. Dró Helga með mér í heimsókn til ömmu á spítalann, fór í verslunarleiðangur með Hrafnhildi og vinkonu hennar Valgerði, sótti Hafdísi, fór í sund, eldaði mat, fór til ömmu og mútaði Helga til að fara í sjoppuna og kaupa nammi. Ég á svo marga svona daga upp á síðkastið að þeir eru meira að segja farnir að vera fljótir að líða...

Annars fórum við HÞ á íþróttavörumarkað þar sem ég gerði hreint fín kaup, keypti mér nýjar hlaupabuxur og peysu. Ánægð með þá peninga eyðslu.

Nammið kallar úr stofunni og svo á ég dýrindis rauðvín í glasi sem kallar á athygli mína, þar til næst...


Þá verð ég líklega búin að gleyma þér!!!

Það er margt að gerast þessa dagana, aðallega við það að gera ekki neitt. Komin í sumarfrí sem á eftir að vera ansi langt hjá mér þetta sumarið þar sem ég er hætt í vinnunni og ekki komin í neina aðra vinnu sem stendur. Jú reyndar er ég að skúra skrifstofuna hjá Deloitte en ekkert meira en það. Ætla mér bara að njóta þess að vera ekki bundin og vera dugleg að nýta þann tíma sem ég hef með ömmu minni. Tek svo að mér aukavinnu sem býðst eins og um helgina var ég að þjóna í brúðkaupi á Eskifirði sem var mjög fínt og skemmtileg tilbreyting.

Tvær litlar frænkur mínar komu í heimsókn til mín á laugardagskvöldið þær Þórey (11) og Jóa (9). Alveg ferlega fyndnar systur en þær eru dætur Ollýar dóttir hans afa. Geta talað út í eitt og um allt. Eru alls ekkert feimnar og koma bara hreint fram og segja sínar skoðanir á hlutunum. Eitt af því sem við ræddum eru fyrirhugaðir flutningar okkar til Danmerkur, hvað við séum nú að fara gera þar og hvað við ætlum okkur að eiga heima þar lengi. Ég sagðist nú vera búin að sækja um í skóla og vonandi fengi ég inn í hann annars færum ég bara að vinna, Helgi ætlar að fara að vinna þangað til hann fer í skóla eftir ár eða tvö. Ég kvaðst nú ekki vita hvað við mundum vera lengi kannski 1 mánuð kannski 10 ár, það yrði tíminn bara að leiða í ljós. Váááá 10 ár, það fannst Jóu langur tími hún yrði alveg 19 ára og Þórey 21!!! Hafdís Huld yrði 12 að verða 13... Svo segir hún frekar leið í röddinni að það sem væri samt leiðinlegast við það að ég væri svona lengi úti er að hún myndi örugglega gleyma mér...

Jæja það er einhver að biðja um að fá að tala við mig í símanum, þar til næst...


Þá er komið að því!!!

Jæja þá er komið að því að byrja á þessu bloggi. Sótti um það fyrir löngu síðan en hef bara ekki haft neitt að segja þar til nú.

Dagurinn í dag var nefnilega stórmerkilegur, Hrafnhildur Þórarinsdóttir stórvinkona mín á afmæli í dag og ég sagði leikskólaplássinu hennar Hafdísar upp!!!! Whaaaat...  Jább, í gær pantaði ég far með Norrænu aðra leiðina til Danmerkur og ætlum við litla fjölskyldan að flytjast þangað 14. ágúst n.k. Spennandi!!! Þetta er nú búið að vera frekar mikill tilfinningarússíbani fyrir mig og er ég búin að rífa í hárið á mér og segja upphátt "Hvað er ég búin að koma mér útí .. af hverju kom ég mér í þessar aðstæður?!?!" En ég fór í dag á spítalann til ömmu að segja henni fréttirnar, með tárin í augunum gubbaði ég orðunum útúr mér án þess að missa kökkinn, Kitti frændi var þar líka og segir "hvað ertu ekkert spennt yfir þessu, mér finnst þú nú ekkert mikið spennt.." ég hugsaði með mér að hann vissi bara ekki neitt. Svo segir hann að ég sé svo rótföst að ég sé að nostra við hverja einustu rót og ríf hana hægt upp... Ég tók þá ákvörðun á stofunni hjá ömmu að ég er að fara umpotta og ætla að hafa mína eigins rætur í mínum eigins blómapott sem ég get flutt með mér hvert sem ég vill. Takk Kitti fyrir að opna huga minnKissing Svo nú er ég bara orðin spennt fyrir fyrirhuguðum flutningum. Eigum reyndar eftir að finna okkur íbúð en ég hef samt litlar áhyggjur af því, það reddast. Reyndar er ég heldur ekki búin að fá svar úr skólunum sem ég sótti um í, en ég hlýt að komast inn.

En nú erum við samt mest farin að hlakka til að fara til Tenerife 1. júlí. Ferðin var pöntuð í janúar, þá voru 5 mánuðir í brottför og ég ætlaði að vera búin að létta mig í bikíní, nú eru 4 vikur í brottför og ég hef ekki lést neitt. Verð bara bolla á bikíní. Get sjálfri mér kennt um það. Ég grennist við að vera fátækur námsmaður í vetur í Danmörkinni...

Þar til næst...

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband