Huggulegur dagur í dag!

Erum búin að eiga frekar huggulegan dag í dag. Magga og Pálmi komu til okkar, ég bakaði lummur og við hauguðumst í sófanum í langan tíma...

Ég kláraði jobsøgningskursusinn núna fyrir helgi og við tekur atvinnubótavinnan með Helga. Við förum s.s. saman í vinnuna á mánudaginnSmile Held að það verði bara gaman að eyða smá tíma saman í vinnunni þar sem við bara hittumst eitthvað svo lítið þessa dagana...!! Hahaha... held reyndar að við höfum bara aldrei verið svona mikið saman! Sótti um vinnu í gær á dótalager, veit ekki hvort ég eigi eftir að fá svar við því þar sem Daninn er ekkert svo svaka duglegur við að svara fólki ef það fær ekki vinnuna, en ég krossa fingur og óska heitt að fá þessa vinnu.

Leikskólinn gengur vel hjá Hafdísi, sem er nú farin að tjá sig aðeins á leikskólanum. Reyndar er hún farin að segja nokkur orð í dönsku! Hún sat á klósettinu um daginn og kallar svo á pabba sinn "jeg er færdig..." Svo er hún líka farin að telja á dönsku, tölustafirnir koma ekkert endilega í réttri röð en svona allt að því. Leikskólakonurnar segja að hún sé líka farin að apa eftir þeim það sem þær segja. Hún er voða montin af þessari dönskukunnáttu sinni.

Ég er samt voða fegin að í dag er laugardagur því þá er sunnudagurinn eftir, elska sunnudaga þegar ég hef ekki verið að drekka gerjaða drykki kvöldið áðurTounge

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þið hafið það líka næs um helgar:) Við hjónakornin fórum í dag með Jakob á laugarveginn og enduðum í mótmælunum;) Svaka mikið af fólki og bara gaman að sína sig og sjá aðra;) Er núna að fara í sjoppuna að kaupa sælgæti handa bóndanum, veit ekki hvort ég fái mér mikið...hahaha

Bið að heilsa liðinu, knús og kossar Hrund og co:*

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Hún byrjar á réttum stað daman "Jeg er færdig" er náttúrega eitt af því mikilvægasta fyrir unga dömu að kunna, því ekki nannir mann að sitja á dollunni endalaust.

Kv María, börnin og hundarnir 6

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 15.11.2008 kl. 21:02

3 identicon

Elsku skvísan, þetta er svo fljótt að koma og gott að hún sé farin að tala aðeins við fóstrurnar og bíðið bara, eftir smá tíma er hún farin að leika sér á dönsku og tala dönsku og ísl til skiptis

Vona að þið farið að fá vinnu...þetta kemur allt...bara með kalda vatninu

Knús og kossar frá Herning

Guðrún (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband